Heimagisting í Heillandi Umhverfi


Bænir & Brauð er í sjarmerandi húsi við Aðalgötu. Í norðri er stórbrotið útsýni yfir Breiðafjörðinn. Stykkishólmur er lítið sjávarpláss með langa sögu og einkennist bæjarbragurinn af öllum þeim gömlu húsum sem bæjarbúar hafa lagt metnað í að viðhalda.  Fyrir vikið er bærinn eins og lifandi safn. Í aðeins örfárra mínútu göngufjarlægð frá gististaðnum er sundlaug með náttúrulega heitu ölkelduvatni, litlar skemmtilegar búðir, höfnin, söfn og golfvöllurinn svo eitthvað sé nefnt.

 

 

 

 

 

Stykkishólmur - Sögur, menning og umhyggja fyrir umhverfinu

Stykkishólmur er  í aðeins tveggja tíma fjarlægð frá Reykjavík og er hentugur áningastaður fyrir þá sem ætla sér lengra með ferjunni. Bærinn er af mörgum talinn einn fallegasti bær á Íslandi. Gömul hús, falleg höfn og einstök náttúrufegurð er það sem einkennir Hólminn.  Þrátt fyrir að bærinn sé lítill þá eru hér þrjú söfn, nokkur gallerí, veitingahús, kaffihús og sundlaug svo fátt eitt sé nefnt. 

Íbúum Stykkishólms er annt um umhverfið og sýna það í verki. Bærinn okkar hefur fengið ýmsar umhverfisviðurkenningar, m.a. umhverfisvottun og vatnið í Stykkishólmi er talið eitt ferskasta vatn í heimi.

Aðbúnaður

Á Bænum og Brauði eru sex herbergi með tvöföldum rúmum á jarðhæð og í risi. Í risi er einnig að finna herbergi með tvöföldu rúmi og einbreiðu rúmi.  Í sameiginlegu rými á fyrstu hæð, sem er smekklega innréttað í skandinavískum stíl með öllum nauðsynlegum aðbúnaði fyrir gesti.  

Ókeypis aðgangur er að interneti, frítt kaffi og te, stór verönd til sólbaða og frábær aðstaða til að grilla.